Sagan

Fanntófell ehf. var stofnað í Reykholti í Borgarfirði árið 1987. Stofnendur voru Þórir Jónsson og Sigurður Bragi Sigurðsson.

SaganFanntófell var með framleiðslu sína fyrstu árin í 180 fermetra húsnæði í Reykholti.  Framleiðslunni var vel tekið og til að mæta þörfum viðskiptavina og svara aukninni eftirspurn markaðarins var ákveðið árið 1990 að flytja til höfuðborgarinnar. Félagið tók þá á leigu 300 fermetra húsnæði í Kópavogi og flutti þangað starfsemi sína.

Fljótlega var komin þörf fyrir stærra húsnæði og árið 1995 flytur Fanntófell síðan í Bíldshöfða 12 í 500 fermetra húsmæði. Það dugði skammt og innan skamms var rýmið stækkað og nú árið 2016 er fyrirtækið í um 1000 fermetra húsnæði á sama stað.

Sérsvið Fanntófells er formbeyging (e. postforming) á harðplasti en jafnframt framleiðum við plötur úr límtré og akrílsteini. Fanntófell framleiðir borðplötur, sólbekki, veggklæðningar, skilrúm, o.fl. Einnig sérsmíðum við eftir pöntun.

  • Hráefni sem notað er til smíði er allt af miklum gæðum. Nefna má harðplast HPL (e. high pressure laminates) sem er slitsterkt og hitaþolið, akrílstein frá REHAU og besta fáanlega límtré sem efnissalar hafa upp á að bjóða hverju sinni.
  • Við framleiðum fyrir arkitekta, hönnuði, verktaka, innréttingaframleiðendur og einstaklinga, allt eftir óskum hvers og eins.

IMG_2404