Síberíu Lerki

Síberíu Lerki er góður kostur á sólpallinn, skjólvegginn og sem utanhúss- klæðning

( verðskrá hér síðar )

Lerki er viðhaldsfrítt og hefur mikið þol við raka og fúa. Lerki hefur náttúrulega fúavörn og þarf því ekki að fúaverja eins og margar aðrar viðartegundir.

Ómeðhöndlað lerki er dekkra en fura, þegar fram í sækir þá gránar lerkið og verður ljósgrátt með silfuráferð sem er náttúruleg áferð þess.

Farið er að banna notkun á fúavörðu timbri

Þar sem skaðleg efni sem finnast í fúavörn og munu með tímanum leka út í jörðina, hafa mörg lönd bannað notkun á gagnvörðu timbri, meðal annars þar sem fúavörnin getur komist í snertingu við húðina. Meðal þessara landa er Svíþjóð sem hefur sett reglur um notkun á gagnvörðu timbri.

Þó svo að lerki sé dýrara í byrjun þá skilar það sér til baka með engu viðhaldi, auk þess sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hættuleg efni ógni heilsu og umhverfi.

( verðskrá hér síðar )

Stærðir:

Síberíu lerki 27 x 140 mm

Við getum boðið upp á allar tegundir meðal annars

  1. Pallaefni rásað
  2. Panil (sérpöntun)
  3. Klæðning (borð) (sérpöntun)

Af hverju átt þú að nota lerki?

Með notkun á lerki losnar þú við allt viðhald

Kosturinn við lerki, fyrir utan þol þess á móti raka og fúa er að þú sleppur þessu stöðuga viðhaldi sem margar aðrar viðartegundir þurfa. 

Sem dæmi ef þú ert með gegnumvarið timbur þarft þú að bera á það reglulega til þess að það líti vel út.  Þetta þarft þú ekki að gera ef þú notar lerki

Ómeðhöndlað lerki er dekkra en fura, þegar fram í sækir þá gránar lerkið, verður ljósgrátt með eins og silfuráferð sem er náttúruleg áferð þar sem lerkið er ómeðhöndlað.

Farið er að banna notkun á gegnum fúavörðu timbri

Þau skaðlegu efni sem finnast í fúavörninni munu með tímanum leka út í jörðina þar sem fúavörnin mun ekki að öllu leiti vera eftir í timbrinu.

Mörg lönd hafa bannað notkun á gegnumfúavörðu timbri þar sem fúavörnin getur komist í snertingu við húðina. 

Meðal þessara landa er Svíþjóð sem hefur sett reglur um notkun á gegnumfúavörðu timbri.

Sænsk dagheimili og grunnskólar eru á meðal þeirra sem eru byrjuð að skipta út gegnumfúavörðu timbri á móti lerki, til þess að varna því að börnin komi nálægt skaðlegum efnum.

Hefurðu spurningar eða viltu fá tilboð í Lerki?

( verðskrá hér síðar )

Sendið okkur tölvupóst á netfangið fanntofell@fanntofell.is fyrir nánari upplýsingar