Skápahurðir

Fanntófell framleiðir skápahurðir eftir máli

Skápahurðirnar okkar eru 17 mm þykkar og henta vel, hvort sem þær eru fyrir heimili, verslanir, veitingahús eða aðra staði.

Skaphurdir_Veggklaedningar_Fanntofell

Skápahurðir er eitt af því sem mótar útlitið

Skápahurðir er eitt af því sem mótar útlit í eldhúsi á heimili eða veitinga- og kaffihúsum, skrifstofu eða annars staðar. Mikilvægt að skápahurðir séu snyrtilegar, fallegar og vel hannaðar, bæði hvað varðar notagildi og útlit. Einnig þurfa skápahurðir að vera sterkar og þola eðlilega umgengni. Góðar skápahurðir geta því haft mikið að segja hvernig þú nýtur þín í vinnu eða við leik og störf á heimili.

Við framleiðum skápahurðir úr hágæða harðplasti

Við hjá Fanntófelli framleiðum skápahurðir úr hágæða harðplasti, HPL (e. high pressure laminales). Yfirlagið er harðplast sem er límt á spónaplötu. Undirlagið á skápahurðum er plast í sama lit eða rakafólía. Harðplastið í skápahurðunum er slitsterkt með mikið hitaþol. Við erum með mikið úrval lagerlita fyrir skápahurðir sem hægt er að fá í ýmsum áferðum, s.s. háglans, matt og yrjótt.

Harðplast er vinsæll og hagkvæmur kostur fyrir skápahurðir

Kostir HPL-harðplasts eru meðal annars

  • Slitsterkt
  • Hitaþolið
  • Dregur ekki í sig lit og upplitast ekki
  • Rispur sjást síður á yrjóttri áferð en sléttri.

Stærð skápahurða

Við framleiðum skápahurðir úr harðplasti eftir máli.

  • Mesta mögulega lengd á skápahurðum er 420 sm
  • Mesta mögulega breidd á skápahurðum er 120 sm.

Lagerlitir frá Arpa

Athugið að litaprufur ná aldrei að sýna nákvæmlega réttan lit og áferð. Þær eru því aðeins til viðmiðunar.

Laserkantar

Nú getum við einnig límt PVC- og ABS-kanta á skápahurðir með laser hitaháþrýstitækni sem gerir það að verkum að ekkert lím er notað og sést því engin límfúga. Slík viðloðun er hitaþolin og gerir samskeytin á skápahurðum algjörlega vatnsþolin.

Hægt er að sérpanta fleiri liti og áferðir úr þessum bæklingi (pdf).

Þrif og viðhald á skápahurðum

Dagleg þrif á skápahurðum með svampi/klúti og vatni, nota skal uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á skápahurðir, fyrir erfiðari óhreinindi. Óhætt er að nota t.d. þynni ef með þarf til að ná burt erfiðari blettum af skápahurðum.

Hafðu samband í síma 587 6688

eða sendu okkur tölvupóst á netfangið fanntofell@fanntofell.is