Sökklaefni

Fanntófell framleiðir sökklaefni (sökkulefni) eftir máli

Harðplast er vinsæll og hagkvæmur kostur í sökklaefni. Fannófell bíður upp á hágæða harðplast (HPL) þar að lútandi. Við erum með mikið úrval lagerlita af sökklaefni sem hægt er að fá í ýmsum áferðum, s.s. háglans, matt og yrjótt.

Sokkulefni_Fanntofell

Harðplast er viðhaldsfrítt

Harðplast er viðhaldsfrítt, slitsterkt og endist lengi og hentar vel í sökklaefni fyrir heimili, verslanir, veitingahús og fleiri staði.

Kostir HPL-harðplasts fyrir sökklaefni eru meðal annars

  • Slitsterkt
  • Hitaþolið
  • Dregur ekki í sig lit og upplitast ekki
  • Rispur sjást síður á yrjóttri áferð en sléttri.

Stærð á sökklaefni

Fanntófell framleiðir eftir sökklaefni eftir máli. Harðplastið í sökklaefnin er límt á þunnar plötur (7 mm-17 mm).

  • Mesta mögulega lengd á sökklaefni er 420 sm
  • Mesta mögulega breidd á sökklaefni er 120 sm.


Lagerlitir frá Arpa

Við erum með valda liti á lager hjá okkur sem henta vel fyrir sökklaefni. Við mælum með stálklæðningu í sökklaefni, sjá mynd (litanúmer 2000)

Athugið að litaprufur fyrir sökklaefni ná aldrei að sýna nákvæmlega réttan lit og áferð. Þær eru því aðeins til viðmiðunar.

Hægt er að panta fleiri liti og áferðir af sökklaefni úr þessum bæklingi.


Þrif og viðhald á sökklaefni

Dagleg þrif á sökklaefni fara best fram með svampi/klúti og vatni, ásamt því að nota uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á sökklaefni til að ná af erfiðari óhreinindum. Þvo má plötur með t.d. þynni ef með þarf til að ná burt erfiðari blettum af sökklaefni.

Hafðu samband í síma 587 6688

eða sendu okkur tölvupóst á netfangið fanntofell@fanntofell.is