Um Fanntófell

Fanntófell ehf var stofnað í Reykholti í Borgarfirði 1987

Stofnendur voru Þórir Jónsson og Sigurður Bragi Sigurðsson. Fanntófell var með framleiðslu sína fyrstu árin í 180 fermetra húsnæði í Reykholti.  Framleiðslu var vel tekið og til að koma til móts við þarfir viðskiptavina og aukna eftirspun markaðsins var ákveðið árið 1990 að  flytur til höfuðborgarinnar og tekið var á leigu  300 fermetra húsnæði í Kópavogi.

Sérsvið Fanntófells er formbeyging (e.postforming) á harðplasti, en jafnframt framleiðum við plötur úr límtré og akrílsteini.

Fanntófell sérhæfir sig í smíði á borðplötum, sólbekkjum, wc skilrúmum, skápahurðum, o.fl. fyrir arkitekta, hönnuði, verktaka, innréttingaframleiðendur og einstaklinga, allt eftir óskum hvers og eins.