Skip to main content

Gólfefni

LX Hausys í fremstu röð með úrval gólfefna

Helstu styrkleikar HFLOR byggjast á hönnun, tækni, nýsköpun og gæði

Gólfefni

Gólfefni frá LX Hausys H-Flor  – nýtt!

UM H FLOR

Í upphafi var LX fyrirtækið  heimsþekkt fyrir framleiðslu sína á rafeindatækni en frá árinu 1958 hefur þekking þess á plastframleiðslu aukist og þá sérstaklega á heimilisbúnaði og vínilgólfefnum. Í dag er vörumerkið LX Hausys í fremstu röð með úrval gólfefna, innréttinga, glugga, veggklæðningu og akrýlstein. Undir þessu merki er HFLOR sem sérhæfir sig í gólfefni.

Helstu styrkleikar

Helstu styrkleikar HFLOR byggjast á hönnun, tækni, nýsköpun og gæði. Í yfir 60 ár hefur fyrirtækið verið að þróa og framleiða hágæða og vistvæn lúxus gólfefni með því að nota nýjustu og bestu framleiðslutækni sem völ er á,

Metnaður fyrirtækisins er að þróa vörur sem eru vistvænar í framleiðslu sem líta ekki bara vel út heldur veita þægilegt og öruggt umhverfi. HFLOR henta mjög vel þar sem gólfhiti er og er einnig hljóðlátari en önnur hliðstæð gólfefni. HFLOR er algjörlega vatsnhelt og henta því vel á öll svæði. Með bakteríudrepandi eiginleikum sínum er HFLOR tilvalið gólf fyrir heimili , sjúkrastofnanir og rannsóknarstofur þar sem auðvelt er að þurrka bleytu í burtu.

Hvað gerir HFLOR svo einstakt; Tvöföld húðuð yfirborðsmeðferð sem bætir viðnám gegn rispum og blettum og á sama tíma auðvelt í þrifum og viðhaldi.

HFLOR er bæði FloorScore® og DIBt vottað fyrir loftgæði innandyra en jafnframt laus við skaðleg efni og þungmálmum. Þess í stað er það gert úr öruggari, sterkari hráefni og er að fullu endurvinnanlegt.

HFLOR er með yfir 90 afbrigði af litum sem býður upp á mikla hönnunarmöguleika og uppsetningaraðferðir. Gólfefnið kemur í mismunandi breidd, lengd og þykkt.

Hægt er að velja um 3 tegundir af HFLOR

Hægt er að velja um 3 tegundir af HFLOR, líma niður, laust eða smellt saman

PRESTG DRYBACK 55 sem er límt niður er ódýrt gólfefni með 0,55 mm slitlagi. Fullkomið fyrir þá sem eru að leita sér að glæsilegu gólfefni. Mikið úrval lita  með miklum sveigjanleika.

PRESTG DRYBACK 70 safnið er með þykkari slitlag af 0,70 mm sem gerir það meira viðeigandi val fyrir svæði með miklum ágangi eins og fyrirtæki og stofnanir td.

PRESTG DECOLAY 55 og 70, 0,55mm og 0,70mm slitlag er laust gólfefni sem auðvelt er að leggja og fáanlegt 90 litaafbrigðum.

PRESTG DECORIGID 55 er 0,55mm slitlag sem smellt er saman. Þetta er sú tegund sem er langvinsælust enda mjög auðveld í uppsetningu.

– Heimasíða framleiðanda: https://www.lxhausys.com/eu-en