Skip to main content

Borðplötur

Fanntófell framleiðir borðplötur eftir máli

Hægt er að fá borðplötur í ýmsum breiddum og þykktum. Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum síðan 1987.

Með Getacore og Hi-macs verður hugmyndin að veruleika

Við vinnum nákvæmlega eftir óskum hönnuða og/eða kröfum viðskiptavina við smíði á  borðplötum. Akrýlsteinn endist vel og býr yfir endalausum möguleikum í hönnun á borðplötum.

Vaskar eru fáanlegir í sama efni og af mörgum gerðum. Þeir eru undirlímdir og mynda því eina heild með borðplötunni. Við vinnslu á borðplötum notum við getacore-steinefni og þannig eru samskeyti nánast ósýnileg á borðplötunum.

Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn með nútíma steinefni frá Getacore og Hi-macs.

Akrýlstein er að sjálfsögðu hægt að sameina með öðru efni eins og tré, náttúrusteini og gleri. Hér finnur þú rétta lausn sem hentar hverju umhverfi.

Akrýlsteinn er gegnheill. Hann er framleiddur úr náttúrulegu steinefni og akrýltrjákvoðu, auk litarefna.

Hentar fyrir

  • Heimili
  • Skrifstofur
  • Almenningssvæði
  • Veisluþjónustu
  • Hótel
  • Rannsóknarstofur
  • Heilbrigðisþjónustu

Kostir

  • Samskeyti eru nánast ósýnileg
  • Efnið dregur ekki í sig lit, raka, óhreinindi eða bakteríur
  • Slétt, glansandi yfirborð
  • Auðvelt að þrífa
  • Upplitast ekki
  • Þolir sýrur og basískar lausnir
  • Rispur og skemmdir má auðveldlega fægja af

Stærð

  • Við hjá Fanntófelli smíðum borðplötur eftir máli
  • Samskeyti eru nánast ósýnileg og margir litir í boði

Harðplast

Harðplast er góður kostur

Með vali á harðplasti fyrir efni í borðplötum ertu ekki aðeins að skapa skemmtilega stemningu, heldur einnig að tryggja þér vinnufrið.
Borðplötur úr harðplasti eru viðhaldsfríar, slitsterkar og endast lengi.

Yfirlag er HPL-harðplast (e. high pressure laminates) sem er límt á spónaplötu. Undirlagið er rakafólía sem hrindir frá sér raka. Harðplastið er slitsterkt og hefur mikið hitaþol (upp að 180°C). Við erum með mikið úrval lita á lager, einnig er hægt er að fá ýmsar áferðir, s.s. háglans, matt og yrjótt.

Kostir

  • Slitsterkt
  • Hitaþolið
  • Dregur ekki í sig liti eða efni
  • Upplitast ekki
  • Rispur sjást síður á yrjóttri áferð en sléttri

Hentar fyrir

  • Heimili
  • Almenningssvæði
  • Verslanir
  • Veitingahús
  • Hótel
  • O.s.frv

Litir

Athugið að litaprufur fyrir borðplötur ná aldrei að sýna nákvæmlega réttan lit og áferð. Þær eru því aðeins til viðmiðunar.

Við erum með mikið úrval borðplötulita á lager. Hægt er að fá ýmsar áferðir, svo sem háglans, matt og yrjótt.

Arpa lagerlitir

FENIX NTM

Einstakt yfirborðsefni

FENIX NTM opnar nýja vídd í hönnun á borðplötum

Nýtt og einstakt yfirborðsefni sem endurspeglar lítið ljós, hefur mjúka áferð við snertingu, borðplatan kámast ekki auðveldlega og smá rispur má auðveldlega laga með hita.

NÝTT – FENIX vaskar í ýmsum litum

FENIX eldhúsvaska eru úr sama einstaka yfirborðefninu og notað er á borðplötur o.fl. Fáanlegir í ýmsum litum. Auðvelt að þrífa.

FENIX eldhúsvaskarnir eru undirlímdir í FENIX borðplötum og úr verður stílhrein heild sem sameinar notagildi og fagurfræði. Vaskarnir fást í ýmsum litum og eru framleiddir úr möttu efni í stíl við FENIX útlitið. Vaskarnir þola létt högg og hitabreytingar auk þess að vera blettaþolnir og hafa viðnám gegn rispum og álagi. Sérstök efnasamsetning kemur í veg fyrir að vaskarnir upplitist með tímanum.

Efnasambandið í FENIX vöskunum hindrar vöxt örvera og stuðlar að niðurbroti baktería og eykur þannig hreinlæti. Bakteríudrepandi vernd má þakka silfurjónum sem mynda sýkladrepandi eiginleika vaskanna.

Besta leiðin til að þrífa FENIX vaska er að nota mjúkan klút eða svamp með mildu hreinsiefni. Yfirborð vasksins er svo skolað með volgu vatni og þurrkað með mjúkum klút.

VIÐHALDS LEIÐBEININGAR
ÞRIF LEIÐBEININGAR

Kostir

  • Góð mótstaða við rispum og núningi
  • Bakteríudrepandi eiginleikar
  • Hreinlegt og auðvelt að þrífa
  • Þolir miklar hitabreytingar
  • Upplitast ekki
  • Framúrskarandi styrkur og litadýpt
  • Höggþolið
  • Góð mótstaða við ætandi hreinsiefnum
  • Vatnsfráhrindandi

Hentar fyrir

  • Eldhús
  • Baðherbergi
  • Skrifstofur
  • Almenningssvæði
  • Almenna þjónustu
  • Veisluþjónustu
  • Hótel
  • Rannsóknarstofur
  • Heilbrigðisþjónustu

Fróðlegt

  • Aldrei má skera á plötunum, notið viðurkennd skurðarbretti
  • Efnið er mjög hitaþolið en við mælum alltaf með að nota hitahlífar undir heita potta og pönnur
  • Gott er að setja FIXA-gufuvörn undir borðplötuna fyrir ofan uppþvottavélina til að vernda plötuna fyrir raka

Stærð

  • Við smíðum borðplötur eftir máli.
  • Mesta mögulega lengd án samskeyta er 420 sm.
  • Mesta mögulega breidd borðplatna án samskeyta er 120 sm
Fenix lagerlitir

FENIX NTM er Svansvottað

( Leyfisnúmer 3010 0033 – útgáfa 6.0 )

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og meginmarkmið þess að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, með því að:

  • Skoða allan lífsferilinn og skilgreina helstu umhverfisþætti.
  • Setja strangar kröfur um helstu umhverfisþætti sem skilgreindir hafa verið svo sem; efnainnihald og notkun skaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, og gæði og ending.
  • Passa að þekkt hormóna raskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni séu ekki notuð.
  • Herða kröfurnar reglulega þannig að Svansvottaðar vörur og þjónusta séu í stöðugri þróun.

Þrif og viðhald

Yfirborð FENIX NTM efni sem samanstendur af háþróaðri nanótækni unnið úr nýrri kynslóð af akríl kvoðu sem er hert og pressað með háþróaðri aðferð. Yfirborðið er afar mjúkt viðkomu, hefur lítið sem ekkert endurkast birtu og er kámfrítt. Þetta nýstárlega efni hefur einstaka eiginleika, sem er sjálfgerandi viðgerðaraðferð með hita til að eyða litlum rispum ef slíkt gerðist. Fyrir utan þessa þessa helstu kosti er efnið einstaklega auðvelt í umhirðu og krefst ekki sérstakra hreinsiefna í daglegri umhirðu. Vegna þess hve efnið er lokað hrindir það frá sér myglu og hefur bakteriudrepandi eiginleika. Efnið er harðgert gagvart rispum og núning, auk þess að þola helstu uppleysa og heimilis hreinsiefni. Hér eru fleiri fróðleikamolar um þrif og viðhald.

Límtré

Olíuborið límtré er góður kostur í eldhúsið

Límtréð gerir herbergið stílhreint, lifandi og hlýlegt. Olíuborið límtré í borðplötur er góður kostur sem vinnuborð í eldhús. Olían verndar og er vatnsfráhrindandi og tryggir að límtréð þorni og svigni ekki. Tíð notkun olíu er nauðsynleg til að viðhalda endingu þess.

Við mælum með olíu á límtré

Tryggja þarf stöðugt viðhald á borðplötum til að viðhalda eiginleikum og glæsilegu útliti límtrésins. Viður er lifandi efni og því er mjög mikilvægt að bera olíu reglulega á borðplöturnar. Olían ver borðplötuna fyrir vatni og öðrum vökva. Þorni viðurinn getur það haft áhrif á eiginleika viðarins og þá er hætta á því að sprungur myndist í borðplötunni og vökvi kemst auðveldlega inn í viðinn.

Lakkað límtré

Yfirborð á lökkuðu límtré er hart og mjög viðkvæmt fyrir rispum.
Næstum ómögulegt er að gera við skemmdir í lakki. Þegar platan er olíuborin er hins vegar mjög auðvelt að slípa plötuna og bera á hana olíu og platan verður aftur eins og ný.

Hafið í huga

  • Þegar olía er borin á borðplötuna verður hún að vera alveg hrein og þurr
  • Berið olíuna á með klúti, svampi eða pensli
  • Látið olíuna standa á borðplötunni í um bil 20 mínútur. Þurrkið þá alla umframolíu af með hreinum klúti. Athugið sérstaklega vel að fjarlægja alla umfram olíu úr samskeytum
  • Þurrkið yfir með þurrum bómullarklúti. Það lokar yfirborðinu betur og gefur glans
  • Gott  er að bera reglulega á borðplöturnar,  2-3 sinnum á ári eða eftir þörfum. Aldrei er borið of oft á borðplötur til verndar

ATHUGIÐ!  Þurrkur og klútar, sem mettaðir eru með olíu, þarf strax að farga í innsigluðum ílátum eða brenna þá vegna hættu á sjálfíkveikju. Athugið að fylgja leiðbeiningum framleiðanda.

Fróðlegt

  • Aldrei má skera á borðplötunum sjálfum, notið viðurkennd skurðarbretti
  • Viðurinn er viðkvæmt lifandi efni og því mælum alltaf með að nota hitahlífar undir heita potta og pönnur
  • Gott er að setja FIXA-gufuvörn undir borðplötuna fyrir ofan uppþvottavélina til að vernda hana fyrir raka

Stærð

  • Við smíðum borðplötur eftir máli.
  • Mesta mögulega lengd á borðplötu án samskeyta er 450 sm

Kantar

 

Formbeygðir kantar fyrir borðplötur

Við höfum síðan 1987  sérhæft okkur í framleiðslu á formbeygðum köntum fyrir borðplötur. Kostir þeirra eru að ávalar brúnir draga síður til sín raka og óhreinindi og eru jafnframt slitsterkari. Val á kant fyrir borðplötur með harðplasti, stálkanti, álkanti, viðarkanti, ABS laser kanti og PVC-kanti.

Beinir álímdir kantar

Með beinum álímdum köntum er sama plast og er á borðplötum límt framan á kantinn.

Laser kantar

Með ABS- laser köntum notum við nýja hitaháþrýstitækni sem gerir það að verkum að ekkert lím er notað og sést því engin límfúga á borðplötum. Slík viðloðun er hitaþolin og gerir samskeytin algjörlega vatnsþolin.

Þrif og viðhald

Rakur trefja klútur eða svampur er best við dagleg þrif ásamt því að nota uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á erfiðari óhreinindi. Þvo má plötur með t.d. þynni ef með þarf til að ná burt erfiðari blettum. Athugið að þrífa vel af með vatni eða sápuvatni til að forðast að sterk efni komist í snertingu við matvæli. Við mælum með töfrasvampi frá Blindravinnustofunni á erfiða bletti.

Fróðlegt

  • Aldrei má skera á plötunum, notið viðurkennd skurðarbretti
  • Harðplastið er mjög hitaþolið en við mælum alltaf með að nota hitahlífar undir heita potta og pönnur
  • Gott er að setja FIXA-gufuvörn undir borðplötuna fyrir ofan uppþvottavélina til að vernda plötuna fyrir raka

Stærð

  • Við smíðum eftir máli. Mesta mögulega lengd án samskeyta er 420 sm
  •  Mesta mögulega breidd án samskeyta er 124 sm

Umhirða

Dagleg umhirða

Við dagleg þrif á borðplötum er best að nota trefjaklút og vatn. Erfiða bletti á borðplötum má meðhöndla með því að láta blöndu af hreinsiefni og vatni liggja á blettinum í smá tíma og hreinsa hana síðan af með svampi og hreinu vatni. Erfiða bletti, sem hafa legið lengi á borðplötu, eins og t.d. eftir djús, te, kaffi og rauðvín, má þrífa af með töfrasvampi eða tannkremi.

Kísill

Kísill er þrifinn af borðplötum með ediki eða sítrónusýru og síðan hreinsaður af með svampi og hreinu vatni

Tryggja þarf að borðplötur komist ekki í stöðuga snertingu við sterk kemísk efni eins og t.d. acetone (naglalakkseyði eða lakkeyði), terpentínu, klór, ofn/eldavélahreinsi og stíflueyði. Slík efni matta yfirborðið. Við mælum með hreinsipakkanum.

Fróðlegt

  • Aldrei má skera á borðplötum, notið viðurkennd skurðarbretti
  • Allt okkar borðplötuefni eru mjög hitaþolinn en betra er að setja heita potta, pönnur og tæki sem gefa frá sér stöðugan hita á hitahlíf
  • Gott er að setja FIXA-gufuvörn undir borðplötuna fyrir ofan uppþvottavél til að vernda plötuna fyrir raka
  • ATH að uppþvottalögur inniheldur mikla fitu sem skilið getur eftir ský eða tuskuför á plötum