Skip to main content

Westag innihurðir

Fanntófell flytur inn vottaðar gæðahurðir

Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika.

Westag Innihurðir

Mikilvægur þáttur í rýmishönnun

Hurðin er mikilvægur þáttur í rýmishönnun, áferð og litur hefur mikil áhrif á tilfinningu innan rýmisins. Endalausir möguleikar í áferð, hönnun og lit 

Westag er eini hurðaframleiðandinn sem framleiðir hurðir bæði í HPL og CPL yfirborðsefni, mikið úrval lita og áferða. Harðplast og lakkaðar hurðir sem henta fyrir öll almenn rými til rakarými, eldvarnarhurðir. Henta jafnt fyrir heimili, heilsulindir, skóla og heilbrigðisstofnanir. 

Vottaðar gæðahurðir. Þægilegar í umhirðu og þola öll allmenn hreinsiefni. 

Portalit

Portalit CPL (Continuous Pressed Laminates)

Sterkar og endingargóðar hurðir, höggþolnar, upplitast ekki og auðveldar í þrifum. Henta fyrir heimili, skóla, heilsulindir og heilsustofnanir.

Getalit

Getalit HPL (High Pressure Laminates)

Sterkar og endingagóðar hurðir, höggþolar, upplitast ekki og auðveldar í þrifum. Henta jafn fyrir heimili, heilsulindir, skóla og heilbrigðisstofnanir þar sem álag á yfirborð er mikið.

Mögulegt að fá hurðir extra háar og breiðar hurðir.

Westalack

Westalack Lakkaðar hurðir

Slitsterkar hurðir sem upplitast ekki og eru auðvelt að þrífa, mismunandi áferðir premium, soft og smart. Vottaðar Blái engilinn

Westalack Premium

  • Hágæða sjö laga lakk, eingöngu með vatnsbundnu, leysiefnalausu UV akrýllakki.
  • semi-matt glampandi yfirborð
  • Litir; Arctic White (ral 9016) og classic white (ral 9010)

Westalack Soft

  • Áferð mött og sikimjúkt viðkomu.
  • Litir; Sira White (ral 9003), Classic Grey (ral 7037), Mineral Gray (ral 7024) og Lunit Black (ral 9004)

Westalack smart

  • Standarhurðir til notkunar almennar notkunnar
  • Litir; Artic white (ral 9016) classic white (ral 9010)

FENIX NTM

FENIX NTM – Nýtt

Einstakt og nýstárlegt efni frá  FENIX® áferðin er mött og viðkoman silkimjúk, yfirborð hurða og karma í sama lit og efni 14 litir. Fenix hurðir og karmar fyrir öll rými frá blautrými til eldvarnarhurða.

Matt silkimjúkt efni, fingrafarafrítt, örrispur á yfirborði er hægt að laga með hitameðferð, auðvelt að þrífa. Mögulegt er að fá hurðir og karma í sama efni og lit

Nýtt – Kantar Proedge, litasamhæfð við Fenix liti, höggþolnar brúnir

Fenix efni er einnig hægt að fá sem veggklæðningu, hurðafronta á innréttingar, borðplötur með undirlímdum Fenix vask í eldhús og bað.

Litaúrval

FENIX NTA

FENIX NTA – Nýtt

Fenix NTA – Nýtt (málmlitir frumsýnt 2023) – matt málm yfirborð með Fenix eiginleika. Sterkt málmyfirborð, fingrafarafrítt, örrispur hægt að lagfæra með hitameðferð, auðvelt að þrífa. Hurðir og karmar úr sama efni og lit.

Fenix efni er einnig hægt að fá sem veggklæðningu, hurðafronta á innréttingar, borðplötur með undirlímdum Fenix vask í eldhús og bað.

Homapal

Homapal – Nýtt

Slitsterkar hurðir með málmyfirborð með dýptaráhrifum (depth effect, vá factor) –Hurðir eru brunavarðar, innbrotsvarðar (höggþolnar), með góða hljóðeinangrun. Henta vel fyrir hótel, bari og skrifstofur.

Málmur hegðar sér öðruvísi en önnur efni varðandi upplifun, þeir vekja athygli / áhuga þar sem þeir breyta útliti sýnu eftir birtu. Homapal er þróða  SRM scratch resistana matt ( rispuvarin) áferð er mött og fingrafarafrí.

Hentar fyrir hótel, bari og önnur álags rými.

Fenix efni er einnig hægt að fá sem veggklæðningu, hurðafronta á innréttingar, borðplötur með undirlímdum Fenix vask í eldhús og bað.

Rennihurðir

Rennihurðir spara pláss

Rennihurðir er hægt að fá í mörgum litum, áferðum og fyrir mismunandi rými. Rennihurðir spara pláss og gefa rýminu skemmtilega upplifun. Rennihurðir eru fáanlegar með eða án ramma með valfrjálsum læsingarbúnaði, hvort sem er utan á vegg eða inn í vegg.

  • Útfærslur á rennihurðakörmum
  • Rennur inn í vegg
  • Sérhannaðar gler rennihurðir

Glerrennihurðir aðskilja ekki herbergi þær tengja þau saman, skapa gagnsæi, birta upp herbergi og skapa pláss. Passa vel með öðrum hurðum frá Westag. Hægt að festa beint á vegg eða í ramma.

Hurðir sem henta sérstaklega fyrir heimili

Þegar kemur að því að velja hurðir fyrir íbúðarrými er hönnun oft ráðandi en ekki má gleyma gæðum og eiginleikum hurða eins og hljóðeinangrun og höggþoli. Westag hurðir eru framleiddar úr holboruðum spónaplötum, klæddar mdf og ótal möguleikum í lit og áferð á yfirborðsefni eins og HPL, CPL, Fenix NTM, Fenix NTA , Homapal og lakkað.

Við val á hurðum fyrir heimili er gott að hafa í huga, hljóðeinangrun fyrir skrifstofu, svefnherbergi og þvottahús og hurðir sem henta fyrir rakarými fyrir baðherbergi.

Fenix NTM , Portalit, Getalit, Westlack

Fenix efni er einnig hægt að fá sem veggklæðningu, hurðafronta á innréttingar, borðplötur með undirlímdum Fenix vask í eldhús og bað.

Hótel, sundlaugar,heilsulindir og almenningssvæði

Sterkar og endingargóðar hurðir sem þola mikið álag, höggþolið, hljóðeinangrað, raka og vatnsvarið, kantar á hurðum sem henta eru PRO Edge, Pu-Edge eða plastic surface-mounted kantar, tæringarheldar lamir fyrir rakarými.

Fenix NTM, Getalit

Sjúkrastofnanir og heilsugæsla

Mikilvægt er að aðgengi um hurðir á sjúkrastofnum sé gott, hér skiptir hver mínuta máli. Extra breiðar og tvöfaldar hurðir veita nóg pláss fyrir hjólastóla og sjúkrarúm, möguleiki á sérstökum tæknilausnum sem gegna mikilvægu hlutverki í aðgengi eins og sjálvirk snúningshurðadrif og stjórnun án snertingar. DIN 18040 staðall

Yfirborð á hurðum þarf að vera HPL vegna mikils álags, mikilvægt er að auðvelt sé að þrífa. Vegna álags þurfa kantar á hurðum að vera PU-Edges vegna sérstakra eiginleika, höggþolið með fullkomna vörn gegn skemmdum á brúnum og yfirborðsvæðum.

Eiginleikar hurða fyrir sjúkrastofnarir eru allskonar. T.d. þurfa hurðir fyrir rönkenherbergið að vera geislavarnarhurð og aðrar þurfa að vera með viðbótar öryggisaðgerðum sem vermda sjúklinga og starfsfólk.

Fenix NTM, Getalit

Skólar og almenningssvæði

Hurðir í almenningsvæðum þurfa að uppfylla öryggiskröfur en tryggja jafnframt aðgengi. Free-swing“ hurðalokanir lokast sjálfkrafa ef reykur eða eldur kemur upp. Flótta-opnanir tryggja að hægt sé að opna hurð innan frá hvenær sem er í neyðartilvikum, jafnvel þó hún sé læst þessar lausnir auðvelda rýmingu ef til neyðartilviks kemur. Fingravörn þar sem lamir mætast koma í veg fyrir að fingur klemmist. Hliðargler til að veita skýra sýn. Mikilvægt að sameina gæði, eldvarnir og aðgengi.

Fenix NTM Getalit

Skrifstofan

Vinnustaðir og skrifstofur verða sífellt einstaklingmiðaðri, sveiganleiki í aðskildum rýmum, rými fyrir einkasamtöl, aðstaða fyrir fundi. Hver sem þörfin er þarf rýmið og auðvitað hurðirnar að taka mið að þörfinni.

Yfirborðsáferð, litur og útfærslur hurða skapa rétta andrúmsloftið, matt, stállitað eða viðarlíki, hliðargler með satín eða sandblástur áferð hleypir inn birtu í rými.

Hljóðeingrun hjálpar til að veita frið og gagnavermd.

FENIX NTM, Getalit

Fyrir einstaka hönnum

Þegar verið að að leita eftir einstakri upplifun í hönnun fyrir t.d. hótel, verslanir, veitingastaði og bari

Homapal, Fenix ntm, Fenix NTA, Getalit

Þrif á hurðum og hurðakörmum

Allar hurðir verða fyrir áhrifum vegna umhverfisáhrifa og umgengni fyrr eða síðar. Það er því nauðsynlegt að þrífa þær reglulega og það sem meira er, gera það rétt.

Einstaklega auðvelt að þrífa hurðir og karma vegna þess hve slitsterkt og lokað yfirborðið er. Almenn þrif með rökum hreinum klút á að vera nóg en notið almenn hreinsiefni ætluð til heimilisþrifa ef þarf. Ath að uppþvottalögur er feit sápa og getur skilið eftir sápuleifar á yfirborði sem safna síðar í sig óhreinindum og eða skilja eftir sig ský á yfirborði þetta á sérstaklega við ef yrfirborðið er matt eins og á Fenix hurðum, til er sérstakt hreinsiefni fyrir Fenix hjá Fanntófell. Ekki nota efni sem sem innihalda slípiefni eða grófan svamp sem gætu rispað hurðirnar. Ef um sérstaklega erfiða bletti er við að eiga eins og vaxliti eða vatnshelda penna má nota þynnir eða hreint alkahól en gætið að því að þrífa af sem fyrst með vatni.

Sjálfbærni

Allir sem hugsa um rými þurfa líka að hugsa út fyrir þau. Viðurinn sem notaður er í hurðir frá Westag er ræktaður í sjálfbærum skógum. Westag vinnur stöðugt að því að gera ferla og vinnuflæði minna og auðlindavænna og vörur sjálfbærari með prófunum og staðfestingu frá „gæðastofu“ með óháðum úttektum, ströngu eftirliti og vottunum.

Westag hurðir eru framleiddar í þýskalandi þar sem áhersla er lögð á að uppfylla evrópska umhverfisstaðla, viður í hurðum er fengin frá vottuðum sjálfbærum skógum, lakk er eingöngu vatnsleysamlegt og viðarúrgangur er endurunnin.

Westag framleiðir hágæða endingargóða vörur sem endast í mörg ár.

Vottanir

Vottanir fyrir Portalit, Getalit og Westalack