Skip to main content

Sérsmíði

Fanntófell sérsmíðar eftir óskum hvers og eins

Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun.

Sérsmíði

Við höfum reynslumikla og faglærða starfsmenn við sérsmíði

Starfsmenn okkar eru sérhæfðir í sérsmíði innréttinga og þeir leggja ætíð metnað í verkin. Íslenskar sérsmíðaðar innréttingar eru fyrir þá sem leggja áherslu á gæði og fyrsta flokks hönnun. Við veitum persónulega þjónustu í allri sérsmíði.

Fanntófell starfar með mörgum af færustu hönnuðum og arkitektum landsins, við aðstoðum gjarnan viðskiptavini við að komast í samband við þá. Sérsmíði eftir hönnun arkitekta og hönnuða gerir gæfumuninn. Þegar fallega hönnuð rými, innréttingar og hlutir eru sérsmíðaðir úr vönduðu efni sést það alltaf og ber vott um gæði, fagmennsku og glæsileika. Falleg sérsmíði gerir hús að höll!

Dæmi um sérsmíði

  • Afgreiðsluborð
  • Borðstofuborð
  • Barborð
  • Fundarborð
  • Matarborð
  • Hringlótt/sporöskulagaborð,
  • Kaffiborð
  • Útiborð fyrir t.d. veitinga- eða kaffihús

Vaskur

Frágangur á vöskum og eldavélum getur verið yfirfelldur, niðurfelldur eða undirlímdur.

Kaffiborð

Við framleiðum kaffiborð eftir óskum. Ýmiss konar efnis- og litaval er í boði þegar kemur að sérsmíði.