Skip to main content

Hillur

Fanntófell framleiðir hillur eftir máli

Hægt er að fá hillur í ýmsum breiddum og þykktum. Þykkt á hillum (hilluplötum) er frá 17 mm. Hillur henta vel, hvort sem er fyrir heimili, verslanir, veitingahús eða önnur húsakynni enda fást hillur í öllum stærðum og gerðum.

Harðplast

Harðplast er góður kostur

Við hjá Fanntófell framleiðum hillur úr hágæða harðplasti, HPL. Efnið sem við notum í hillur er harðplast HPL (e. high pressure laminates). Yfirlagið er harðplast sem er límt á spónaplötu sem gerir allar hillur okkar bæði níðsterkar og endingargóðar.

Undirlag á hillum er plast í sama lit eða rakafólía

Harðplastið sem við notum í þessar hillur er slitsterkt og með mikið hitaþol. Við erum með á lager mikið úrval lita fyrir hillur sem hægt er að fá í ýmsum áferðum, s.s. háglans, matt og yrjótt.

Þrif og viðhald

Við dagleg þrif á borðplötum er best að nota trefjaklút og vatn en nota skal uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á erfiðari óhreinindi. Óhætt er að nota þynni þar sem með þarf til að ná burt erfiðari blettum.

Laserkantar

Með ABS- laser köntum notum við nýja hitaháþrýstitækni á hillur sem gerir það að verkum að ekkert lím er notað og sést því engin límfúga á hillunum. Slík viðloðun er hitaþolin og gerir samskeytin algjörlega vatnsþolin.

Litir

Athugið að litaprufur fyrir borðplötur ná aldrei að sýna nákvæmlega réttan lit og áferð. Þær eru því aðeins til viðmiðunar.
Við erum með mikið úrval borðplötulita á lager. Hægt er að fá ýmsar áferðir, svo sem háglans, matt og yrjótt.
Arpa lagerlitir

Kostir

  • Harðplastið er slitsterkt og endingargott fyrir hillur
  • Það dregur ekki í sig liti
  • Það upplitast ekki
  • Rispur sjást síður á yrjóttri áferð en sléttri

Stærðir

Við framleiðum hillur eftir máli

  • Mesta mögulega lengd er 420 sm
  • Mesta mögulega breidd er 124 sm

Límtré

Við mælum með
olíu á límtré

Tryggja þarf stöðugt viðhald til að viðhalda eiginleikum og glæsilegu útliti límtrésins í hillum. Viður er lifandi efni og því er mjög mikilvægt að bera olíu reglulega á hillurnar. Olía ver hilluna fyrir vatni og öðrum vökva. Þorni viðurinn getur það haft áhrif á eiginleika viðarins og þá er hætta á því að sprungur myndist í hilluna og vökvi komist auðveldlega inn í viðinn.

Olíuborið

Olíuborið límtré er góður kostur fyrir hillur. Olían verndar og er vatnsfráhrindandi og tryggir að límtréð þorni og svigni ekki. Tíð notkun olíu er nauðsynleg til að viðhalda endingu límtrés í hillum.

Lakkað

Lakkað límtré er viðhaldsfrítt en er mjög viðkvæmt fyrir rispum.