Skip to main content

Skápahurðir

Fanntófell framleiðir skápahurðir eftir máli

Skápahurðirnar okkar eru 17 mm þykkar og henta vel, hvort sem þær eru fyrir heimili, verslanir, veitingahús eða aðra staði.

Skápahurðir

Við framleiðum skápahurðir úr harðplasti, fenix og crystal

Við framleiðum skápa- skúffufronta úr harðplasti, Fenix, melamin, Rauvisio Fino og Rauvisio Crystal. Skápahurðir er eitt af því sem mótar útlit í eldhúsi á heimili eða veitinga- og kaffihúsum, skrifstofu eða annars staðar. Mikilvægt að skápahurðir séu snyrtilegar, fallegar og vel hannaðar, bæði hvað varðar notagildi og útlit. Einnig þurfa skápahurðir að vera sterkar og þola eðlilega umgengni. Góðar skápahurðir geta því haft mikið að segja hvernig þú nýtur þín í vinnu eða við leik og störf á heimili. Skápahurðir eru 16-19mm þykkir, mikið úrval lita og áferða. Smíðum eftir máli.

Rauvisio Crystal hurða- skúffufrontar

Einstaklega fallegt efni í mörgum litum sem lítur út eins og raunverulegt gler en er léttara og sterkara. Mmikið úrval lita, áferð háglans og matt. Hentar vel í m.a. eldhús og baðherbergi.

Laserkantar

Með ABS- laser köntum notum við nýja hitaháþrýstitækni sem gerir það að verkum að ekkert lím er notað og sést því engin límfúga. Slík viðloðun er hitaþolin og gerir samskeytin algjörlega vatnsþolin.

Þrif og viðhald

Við dagleg þrif á borðplötum er best að nota trefjaklút og vatn, nota skal uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á skápahurðir, fyrir erfiðari óhreinindi. Óhætt er að nota t.d. þynni ef með þarf til að ná burt erfiðari blettum af skápahurðum.

Kostir

  • Högg og rispuþolið
  • Auðvelt að þrífa
  • Henta vel á eldhús og bað
  • Smíðum eftir máli

Stærðir

Við framleiðum skápahurðir úr harðplasti eftir máli.

  • Mesta mögulega lengd á skápahurðum er 420 sm
  • Mesta mögulega breidd á skápahurðum er 124 sm

Bæklingur

Rehau