Harðplast er góður kostur
Við hjá Fanntófell framleiðum hillur úr hágæða harðplasti, HPL. Efnið sem við notum í hillur er harðplast HPL (e. high pressure laminates). Yfirlagið er harðplast sem er límt á spónaplötu sem gerir allar hillur okkar bæði níðsterkar og endingargóðar.
Undirlag á hillum er plast í sama lit eða rakafólía
Harðplastið sem við notum í þessar hillur er slitsterkt og með mikið hitaþol. Við erum með á lager mikið úrval lita fyrir hillur sem hægt er að fá í ýmsum áferðum, s.s. háglans, matt og yrjótt.
Þrif og viðhald
Við dagleg þrif á borðplötum er best að nota trefjaklút og vatn en nota skal uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á erfiðari óhreinindi. Óhætt er að nota þynni þar sem með þarf til að ná burt erfiðari blettum.