Skip to main content

1. Almenn ákvæði

Þessir skilmálar gilda um sölu á borðplötum, skilrúmum, innihurðum og innréttingum (hér eftir nefnt „varan“) af hálfu Fanntófell. Með því að kaupa vöru samþykkir kaupandi þessa skilmála í heild sinni.

2. Pantanir og greiðsluskilmálar

Almennt gilda tilboð í 30 daga frá dagsetningu tilboðsins. Þar sem vara er ávallt framleidd samkvæmt málum og/eða teikningum viðskiptavinar skal hann tryggja að allar upplýsingar séu réttar. Öll verð eru í íslenskum krónum (ISK) með virðisaukaskatti, nema annað sé tekið fram. Pantanir eru staðfestar við móttöku greiðslu, nema um annað sé samið. Greiðsla skal fara fram í samræmi við skilmála sem fyrirtækið setur fram við hverja pöntun.

3. Afhending vöru

Viðskiptavinur fær tölvupóst og reikning í heimabanka þegar vara er tilbúin. Varan er afhent af lager Fanntófell Gylfaflöt 6-8. Frá þeim tímapunkti ber kaupandi alla ábyrgð á vörunni, þar með talið flutning, uppsetningu og meðhöndlun. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á tjóni sem verður eftir afhendingu. Ef Fanntófell sér um uppsetningu vörunnar er ábyrgðin hjá framleiðanda þar til varan er uppsett. Ef vara er ekki sótt fær viðskiptavinur reglulega áminningu. Geymslugjald, kr. 1,500,- reiknast fyrir hvern dag sem pöntun er ósótt þegar 10 dagar eru liðnir frá fyrsta áminningu um ósótta pöntun. Hafi vara ekki verið sótt innan 4 mánaða frá pöntun áskilur Fanntófell sér rétt til að farga vörunni.

4. Ábyrgð og kvartanir

Fyrirtækið ábyrgist að varan sé í samræmi við settar gæðakröfur við afhendingu. Kaupandi skal yfirfara vöruna við móttöku og tilkynna um hugsanlega galla innan 7 daga frá afhendingu. Eftir þann tíma telst varan samþykkt og fyrirtækið ber ekki ábyrgð á göllum sem upp kunna að koma.

Þegar tilkynnt er um galla skal gefa upp allar helstu upplýsingar sem hjálpað geta til við vinnslu mála. Með tilkynningu um galla þarf að fylgja ljósmynd sem sýnir gallann. Eftir að gögn hafa borist ákveður framleiðandi hvort frekari rannsókn fari fram á gallanum. Í þeim tilvikum er kostnaður greiddur af framleiðanda ef galli reynist vera á framleiðsluvöru hans, að öðrum kosti greiðist kostnaður af þeim sem kvörtun bar fram.

5. Skil og endurgreiðslur

Engin skil eða endurgreiðslur eru heimilar nema um gallaða vöru sé að ræða. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að meta hvort varan teljist gölluð og hvort hún verði endurnýjuð eða endurgreidd.

6. Sérpantanir og sérsmíði

Fyrirtækið tekur ekki við skilum eða endurgreiðslu á sérpöntunum eða sérsmíðuðum vörum nema ef þær reynast gallaðar samkvæmt skilmálum ábyrgðar.

7. Lög og varnarþing

Viðskiptin falla undir íslensk lög. Rísi ágreiningur um túlkun eða framkvæmd þessara skilmála skal hann leystur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

8. Önnur ákvæði

Fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum án fyrirvara. Breytingar taka gildi við birtingu þeirra á heimasíðu fyrirtækisins eða með öðrum hætti.