Skip to main content

Sólbekkir

Fanntófell framleiðir sólbekki eftir máli

Hægt er að fá sólbekki/gluggakistur í mörgum breiddum og þykktum. Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á sólbekkjum síðan 1987.

Akrýlsteinn

Hann hentar mjög vel fyrir sólbekki/gluggakistur

Akrýlsteinn er gegnheill
Hann er framleiddur úr náttúrusteini og akrýltrjákvoðu, auk litarefna

Þrif og viðhald

Við dagleg þrif á borðplötum er best að nota trefjaklút og vatn, ásamt því að nota uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á erfiðari óhreinindi. Þvo má sólbekki með t.d. þynni ef með þarf til að ná burt erfiðari blettum. Við mælum með kraftsvampi frá Blindravinnustofunni.

Kostir

  • Samskeyti eru nánast ósýnileg
  • Efnið dregur ekki í sig lit, raka, óhreinindi eða bakteríur
  • Slétt, glansandi yfirborð
  • Auðvelt að þrífa
  • UV-ónæmir
  • Þolir sýrur og basískar lausnir
  • Rispur og skemmdir má auðveldlega fægja af

Stærð

Við hjá Fanntófelli smíðum sólbekki eftir máli. Samskeyti eru nánast ósýnileg.

Harðplast

Hægt er að panta í ýmsum stærðum

Fanntófell sérhæfir sig í framleiðslu á formbeygðum (rúnuðum) sólbekkjum. Kostir þeirra eru að ávalar brúnir draga síður til sín raka og óhreinindi ásamt því að vera slitsterkari.

Harðplast er vinsæll og hagkvæmur kostur

Það er viðhaldsfrítt, slitsterkt og endist lengi og hentar vel fyrir heimili, verslanir, veitingahús og aðra staði.

Við framleiðum sólbekki úr hágæða harðplasti HPL (e. high pressure laminates). Yfirlag er HPL-harðplast sem límt er á spónaplötu. Undirlagið er rakafólía sem hrindir frá sér raka. Harðplastið er slitsterkt með mikið hitaþol (upp að 180°C). Við erum með mikið úrval lagerlita sem hægt er að fá í ýmsum áferðum, s.s. háglans, matt og yrjótt.

Kostir

  • Dregur ekki í sig liti
  • Upplitast ekki
  • Rispur sjást síður á yrjóttri áferð en sléttri
  • Slitsterkt
  • Endist vel í mörg ár

Stærðir

Við smíðum sólbekki eftir máli. Mesta mögulega lengd án samskeyta er 420 sm, mesta mögulega breidd án samskeyta er 124 sm.

Litir

Við erum með valda liti á lager hjá okkur. Athugið að litaprufur ná aldrei að sýna nákvæmlega réttan lit og áferð. Þær eru því aðeins til viðmiðunar. Sólbekkir geta verið í ýmsum skemmtilegum litum.

Arpa lagerlitir

Kantar

Val á kant á harðplast borðplötum

  • ABS laser kantar
  • Rúnaðir kantar ( formbeygt)
  • Viðarkantur
  • Bein álímdur kantur

ABS laser kantar

Með ABS- laser kant notum við hitaháþrýstitækni, ekkert lím er notað sem gerir það að verkum að engin límfúa er sýnileg á borðplötum, kant er hægt að fá í sambærilegum lit, viðarlit eða állitað. Þessi viðloðun á kant er slitsterk, hitaþolin og mjög vatnsþolin

Rúnaðir kantar

Slitsterkir formbeygðir kantar. Með rúnuðum kant er framkantur á plötum ávalur, kostir slíkra kanta er að engin samskeyti eru á brún sem draga síður til sín raka og óhreinindi.

Viðarkantar

Viðarkanta er hægt að fá í 1,5-8mm þykkum lökkuðum við, t.d. eik eða beiki.

Beinir álímdir kantar

Með beinum álímdum kant er sama plast og á yfirborði plötu límdur á kanta, með því verður límfúa sýnileg á brúnum.

Þrif og viðhald á harðplast plötum

Rakur trefjaklútur eða rakur svampur er best við dagleg þrif, forðist óhóflega notkun á feitu hreinsiefni eins og uppþvottalegi. Ef sápu eða fituleifar sitja eftir á plötunni er auðvelt að ná þeim af með mildu spreyi sem ætlað er á eldhúsbekkplötur. Forðist að nota ætandi hreinsiefni, hreinsiduft með kornum eða stálull á plötur þau geta mattað og rispað yfirborð.

Hægt er að þrífa erfiðustu blettina af með t.d. þynni en gætið vel að því að hann sitji ekki lengi á plötunni, þrífið vel af allar leifar með vatni svo efnið komist ekki í snertingu við matvæli eða matti yfirborð.

Fróðlegt

  • Aldrei má skera á plötunum, notið viðurkennd skurðarbretti
  • Harðplastið er mjög hitaþolið en við mælum alltaf með að nota hitahlífar undir heita potta og pönnur
  • Gott er að setja FIXA-gufuvörn undir borðplötuna fyrir ofan uppþvottavélina til að vernda plötuna fyrir raka

Stærð

  • Við smíðum eftir máli. Mesta mögulega lengd án samskeyta er 420 sm
  •  Mesta mögulega breidd án samskeyta er 124 sm

FENIX NTM

Nýtt og einstakt yfirborðsefni sem opnar nýja vídd í hönnun

FENIX er matt harðplast sem endurspeglar lítið ljós, hefur mjúka áferð við snertingu, kámast ekki og smá rispur má auðveldlega laga með hita.
Fenix er matt efni sem endurspeglar lítið ljós og er mjög slitsterkt.

Þrif og viðhald á gluggakistum

Við dagleg þrif á gluggakistum er best að nota þurran töfrasvamp eða rakan trefjaklút, ásamt því að nota hreinsilög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á erfiðari óhreinindi. Þvo má plötur með t.d. þynni ef með þarf til að ná burt erfiðari blettum. Við mælum með töfrasvampi til þurrpússunar.

Kostir

  • Góð mótstaða við rispum og núning
  • Bakteríudrepandi eiginleikar
  • Hreinlegt og auðvelt að þrífa
  • Þolir miklar hitabreytingar
  • Upplitast ekki
  • Framúrskarandi styrkur og litadýpt
  • Höggþolið
  • Góð mótstaða við ætandi hreinsiefni
  • Vatnsfráhrindandi

Stærð

Við smíðum eftir máli. Mesta mögulega lengd án samskeyta er 420 sm, mesta mögulega breidd án samskeyta er 124 sm.

Hentar fyrir

  • Eldhús
  • Baðherbergi
  • Skrifstofur
  • Almenningssvæði
  • Veisluþjónustu
  • Hótel
  • Rannsóknarstofur
  • Heilbrigðisþjónustu
Fenix lagerlitir

Límtré

Olíuborið límtré

Olíuborið límtré er góður kostur fyrir sólbekki. Olían verndar viðinn, er vatnsfráhrindandi og tryggir að límtréð hvorki þorni né svigni. Tíð notkun olíu er nauðsynleg til að viðhalda endingu þess.

Lakkað límtré

Lakkað límtré er viðhaldsfrítt en er mjög viðkvæmt fyrir rispum.
Límtré er góður kostur í sólbekki/gluggakistur. Límtréð gerir herbergið stílhreint, lifandi og hlýlegt.