Við höfum framleitt borðplötur síðan 1987
Fanntófell sérhæfir sig í smíði á borðplötum, sólbekkjum, wc skilrúmum, skápahurðum, innréttingum o.fl. fyrir arkitekta, hönnuði, verktaka, innréttingaframleiðendur og einstaklinga, allt eftir óskum hvers og eins.
Sérsvið okkar var lengi formbeyging (e. postforming) á harðplasti en jafnframt framleiðum við plötur úr límtré, fenix NTM og akrýlsteini og fl. Fanntófell framleiðir borðplötur, sólbekki, innréttingar, skilrúm, o.fl. allt sérsmíðað eftir pöntun.
- Hráefni sem notað er til smíði er allt af miklum gæðum. Nefna má harðplast HPL (e. high pressure laminates) sem er slitsterkt og hitaþolið, gegnheilan akrýlstein frá Himac og Getacore og besta fáanlega límtré sem efnissalar hafa upp á að bjóða hverju sinni. Fenix NTM sem endurspeglar lítið ljós, kámast lítið hefur mjúka áferð við snertingu.
- Við framleiðum fyrir arkitekta, hönnuði, verktaka, innréttingaframleiðendur og einstaklinga, allt eftir óskum hvers og eins.