Skip to main content

Veggklæðningar

Fanntófell framleiðir veggklæðningar

Veggklæðningar á milli innréttinga og á veggi – auðvelt í uppsetningu.

Vegg-
klæðningar

Akrílsteinn & Fenix

Bjóðum upp á veggklæðningu og sökkulefni úr akrýlstein ( 3-12mm), Harðplasti og Fenix ( 6-13mm). Falleg efni í mörgum litum sem henta vel í m.a. eldhús og baðherbergi.

Kostir

  • Auðvelt í meðhöndlun og uppsetningu
  • Högg og rispuþolið
  • Auðvelt að þrífa
  • Henta vel á staði þar sem gerðar eru miklar kröfur varðandi hreinlæti
  • Veggklæðning er 4mm þykk og henta vel á milli eldhússkápa eða á heilu veggina t.d. baðherbergi og í sturtuna
  • Hurða- skúffufrontar eru 19mm þykkir
  • Smíðum eftir máli

Bæklingur

Ravisio surfaces

Þrif og viðhald

Við dagleg þrif á veggklæðningum er best að nota trefjaklút og vatn, ásamt því að nota uppþvottalög á fitu. Hægt er að nota sterkari sápu á erfiðari óhreinindi. Þvo má af veggjaklæðningum með t.d. þynni ef með þarf til að ná burt erfiðari blettum.

Athugið að þrífa vel af með vatni eða sápuvatni til að forðast að sterk efni komist í snertingu við matvæli. Við mælum með kraftsvampi frá Blindravinnustofunni.