Skip to main content

Lerki

Endingartími óvarins lerkis er 50-100 ár

Góður kostur á sólpallinn, skjólvegginn og sem utanhússklæðning

Síberíulerki

Af hverju lerki?

Farið er að banna notkun á gegnum fúavörðu timbri.
Þau skaðlegu efni sem finnast í fúavörninni munu með tímanum leka út í jörðina þar sem fúavörnin mun ekki að öllu leiti vera eftir í timbrinu. Mörg lönd hafa bannað notkun á gegnum fúavörðu timbri þar sem fúavörnin getur komist í snertingu við húðina.

Mörg dagheimili og grunnskólar eru á meðal þeirra sem eru byrjuð að skipta út gegnum fúavörðu timbri á móti lerki, til þess að varna því að börnin komi nálægt skaðlegum efnum.

Þó svo að lerki sé að öllu jöfnu dýrara í byrjun en t.d. gegnum fúavarin fura, þá skilar það sér til baka í engu viðhaldi, auk þess sem þú þarft ekki að hafa áhyggur af því að efnið sé hættulegt heilsunni fyrir fjölskylduna og umhverfið.

Kostir

  • Endingartími óvarins lerkis er 50-100 ár
  • Með notkun á lerki má losna við allt viðhald
  • Ekki er þörf á að bera á timbrið á nokkurra ára fresti til að vernda það
  • Kosturinn við lerki, fyrir utan þol þess á móti raka og fúa er að hægt er að hætta þessu stöðuga viðhaldi sem margar aðrar viðartegundir þurfa
  • Sé notað gegnum varið timbur, t.d. fura þarf að bera á það reglulega til þess að það líti vel út.  Þetta er óþarfi þegar lerkið er notað á pallinn, í skjólveggi eða sem klæðning á hús
  • Ómeðhöndlað lerki er dekkra en fura og þegar fram í sækir þá gránar lerkið, verður ljósgrátt með einskonar silfuráferð, sem er náttúruleg áferð þar sem lerkið er ómeðhöndlað