Fanntófell framleiðir borðplötur eftir máli
Hægt er að fá borðplötur í ýmsum breiddum og þykktum. Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum síðan 1987.
Hægt er að fá borðplötur í ýmsum breiddum og þykktum. Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum síðan 1987.
Við vinnum nákvæmlega eftir óskum hönnuða og/eða kröfum viðskiptavina við smíði á borðplötum. Akrýlsteinn endist vel og býr yfir endalausum möguleikum í hönnun á borðplötum.
Vaskar eru fáanlegir í sama efni og af mörgum gerðum. Þeir eru undirlímdir og mynda því eina heild með borðplötunni. Við vinnslu á borðplötum notum við getacore-steinefni og þannig eru samskeyti nánast ósýnileg á borðplötunum.
Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn með nútíma steinefni frá Getacore og Hi-macs.
Akrýlstein er að sjálfsögðu hægt að sameina með öðru efni eins og tré, náttúrusteini og gleri. Hér finnur þú rétta lausn sem hentar hverju umhverfi.
Akrýlsteinn er gegnheill. Hann er framleiddur úr náttúrulegu steinefni og akrýltrjákvoðu, auk litarefna.
Með vali á harðplasti fyrir efni í borðplötum ertu ekki aðeins að skapa skemmtilega stemningu, heldur einnig að tryggja þér vinnufrið.
Borðplötur úr harðplasti eru viðhaldsfríar, slitsterkar og endast lengi.
Yfirlag er HPL-harðplast (e. high pressure laminates) sem er límt á spónaplötu. Undirlagið er rakafólía sem hrindir frá sér raka. Harðplastið er slitsterkt og hefur mikið hitaþol (upp að 180°C). Við erum með mikið úrval lita á lager, einnig er hægt er að fá ýmsar áferðir, s.s. háglans, matt og yrjótt.
Við erum með mikið úrval borðplötulita á lager. Hægt er að fá ýmsar áferðir, svo sem háglans, matt og yrjótt.
Með ABS- laser kant notum við hitaháþrýstitækni, ekkert lím er notað sem gerir það að verkum að engin límfúa er sýnileg á borðplötum, kant er hægt að fá í sambærilegum lit, viðarlit eða állitað. Þessi viðloðun á kant er slitsterk, hitaþolin og mjög vatnsþolin
Slitsterkir formbeygðir kantar. Með rúnuðum kant er framkantur á plötum ávalur, kostir slíkra kanta er að engin samskeyti eru á brún sem draga síður til sín raka og óhreinindi.
Viðarkanta er hægt að fá í 1,5-8mm þykkum lökkuðum við, t.d. eik eða beiki.
Með beinum álímdum kant er sama plast og á yfirborði plötu límdur á kanta, með því verður límfúa sýnileg á brúnum.
Rakur trefjaklútur eða rakur svampur er best við dagleg þrif, forðist óhóflega notkun á feitu hreinsiefni eins og uppþvottalegi. Ef sápu eða fituleifar sitja eftir á plötunni er auðvelt að ná þeim af með mildu spreyi sem ætlað er á eldhúsbekkplötur. Forðist að nota ætandi hreinsiefni, hreinsiduft með kornum eða stálull á plötur þau geta mattað og rispað yfirborð.
Hægt er að þrífa erfiðustu blettina af með t.d. þynni en gætið vel að því að hann sitji ekki lengi á plötunni, þrífið vel af allar leifar með vatni svo efnið komist ekki í snertingu við matvæli eða matti yfirborð.
FENIX NTM opnar nýja vídd í hönnun á borðplötum
Nýtt og einstakt yfirborðsefni sem endurspeglar lítið ljós, hefur mjúka áferð við snertingu, borðplatan kámast ekki auðveldlega og smá rispur má auðveldlega laga með hita.
FENIX eldhúsvaska eru úr sama einstaka yfirborðefninu og notað er á borðplötur o.fl. Fáanlegir í ýmsum litum. Auðvelt að þrífa.
FENIX eldhúsvaskarnir eru undirlímdir í FENIX borðplötum og úr verður stílhrein heild sem sameinar notagildi og fagurfræði. Vaskarnir fást í ýmsum litum og eru framleiddir úr möttu efni í stíl við FENIX útlitið. Vaskarnir þola létt högg og hitabreytingar auk þess að vera blettaþolnir og hafa viðnám gegn rispum og álagi. Sérstök efnasamsetning kemur í veg fyrir að vaskarnir upplitist með tímanum.
Efnasambandið í FENIX vöskunum hindrar vöxt örvera og stuðlar að niðurbroti baktería og eykur þannig hreinlæti. Bakteríudrepandi vernd má þakka silfurjónum sem mynda sýkladrepandi eiginleika vaskanna.
Besta leiðin til að þrífa FENIX vaska er að nota mjúkan klút eða svamp með mildu hreinsiefni. Yfirborð vasksins er svo skolað með volgu vatni og þurrkað með mjúkum klút.
( Leyfisnúmer 3010 0033 – útgáfa 6.0 )
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og meginmarkmið þess að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, með því að:
Yfirborð FENIX NTM efni sem samanstendur af háþróaðri nanótækni unnið úr nýrri kynslóð af akríl kvoðu sem er hert og pressað með háþróaðri aðferð. Yfirborðið er afar mjúkt viðkomu, hefur lítið sem ekkert endurkast birtu og er kámfrítt. Þetta nýstárlega efni hefur einstaka eiginleika, sem er sjálfgerandi viðgerðaraðferð með hita til að eyða litlum rispum ef slíkt gerðist. Fyrir utan þessa þessa helstu kosti er efnið einstaklega auðvelt í umhirðu og krefst ekki sérstakra hreinsiefna í daglegri umhirðu. Vegna þess hve efnið er lokað hrindir það frá sér myglu og hefur bakteriudrepandi eiginleika. Efnið er harðgert gagvart rispum og núning, auk þess að þola helstu uppleysa og heimilis hreinsiefni. Hér eru fleiri fróðleikamolar um þrif og viðhald.
Límtréð gerir herbergið stílhreint, lifandi og hlýlegt. Olíuborið límtré í borðplötur er góður kostur sem vinnuborð í eldhús. Olían verndar og er vatnsfráhrindandi og tryggir að límtréð þorni og svigni ekki. Tíð notkun olíu er nauðsynleg til að viðhalda endingu þess.
Tryggja þarf stöðugt viðhald á borðplötum til að viðhalda eiginleikum og glæsilegu útliti límtrésins. Viður er lifandi efni og því er mjög mikilvægt að bera olíu reglulega á borðplöturnar. Olían ver borðplötuna fyrir vatni og öðrum vökva. Þorni viðurinn getur það haft áhrif á eiginleika viðarins og þá er hætta á því að sprungur myndist í borðplötunni og vökvi kemst auðveldlega inn í viðinn.
Yfirborð á lökkuðu límtré er hart og mjög viðkvæmt fyrir rispum.
Næstum ómögulegt er að gera við skemmdir í lakki. Þegar platan er olíuborin er hins vegar mjög auðvelt að slípa plötuna og bera á hana olíu og platan verður aftur eins og ný.
ATHUGIÐ! Þurrkur og klútar, sem mettaðir eru með olíu, þarf strax að farga í innsigluðum ílátum eða brenna þá vegna hættu á sjálfíkveikju. Athugið að fylgja leiðbeiningum framleiðanda.
Við dagleg þrif á borðplötum er best að nota trefjaklút og vatn. Erfiða bletti á borðplötum má meðhöndla með því að láta blöndu af hreinsiefni og vatni liggja á blettinum í smá tíma og hreinsa hana síðan af með svampi og hreinu vatni. Erfiða bletti, sem hafa legið lengi á borðplötu, eins og t.d. eftir djús, te, kaffi og rauðvín, má þrífa af með töfrasvampi eða tannkremi.
Kísill er þrifinn af borðplötum með ediki eða sítrónusýru og síðan hreinsaður af með svampi og hreinu vatni
Tryggja þarf að borðplötur komist ekki í stöðuga snertingu við sterk kemísk efni eins og t.d. acetone (naglalakkseyði eða lakkeyði), terpentínu, klór, ofn/eldavélahreinsi og stíflueyði. Slík efni matta yfirborðið. Við mælum með hreinsipakkanum.